Það er leikur að læra
Útinám er alltaf hluti af náminu, enda felur íslensk náttúra í sér margbreytileg námstækifæri fyrir nemendur og læra þeir að njóta nærumhverfisins hvernig svo sem viðrar. Á dögunum fór hópur unglinga upp í Jónsgarð í rigningunni og lærði að poppa á eldstæði og að ganga á línu. Það er leikur að læra!