VALMYND ×

Tertubakstur

Unglingar í heimilisfræðivali hjá Guðlaugu Jónsdóttur, heimilisfræðikennara, bökuðu og skreyttu tertur síðustu dagana fyrir páskaleyfi. Á meðfylgjandi myndum má sjá afraksturinn í höndum stoltra bakaranna og myndu þessar tertur sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er.

Þekking og leikni í heimilisstörfum er kjarni heimilisfræðinnar og honum tengjast allir þættir námsins, fræðilegir sem verklegir. Það er heilmikið nám sem fram fer í gegnum bakstur sem þennan og stoltið og gleðin sem skín af nemendum ber þess merki að vinnan hafi verið vel þess virði. 

Deila