Tengiliðir foreldra
Nú í upphafi skólaárs er að mörgu að hyggja. Eitt af því sem skiptir okkur öll miklu máli er gott samstarf heimilis og skóla, ekki síst nemendanna vegna, því velferð þeirra er markmið okkar allra sem að skólastarfinu komum. Á næstunni mun skólinn leita til foreldra eftir tengiliðum eða bekkjarfulltrúum. Hlutverk þeirra er að efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna og nemenda auk þess að leitast við að treysta samband heimila og skóla innan hverrar bekkjardeildar.
Við vonum að foreldrar bregðist vel við og gefi sig í það skemmtilega starf og hlökkum við til samstarfsins í vetur.
Deila