VALMYND ×

Sumarlestur

Sumarlestur barnanna verður haldinn líkt og síðustu ár á Bókasafninu Ísafirði og er hann hugsaður fyrir börn í 1.-6. bekk.
Sumarlesturinn 2023 verður haldinn á tímabilinu 31. maí til 19. ágúst en laugardaginn 26. ágúst verður haldin uppskeruhátíð þar sem fagnað verður þeim árangri sem náðist í lestri þetta sumarið. Geta má þess að sumarlesturinn er með breyttu sniði þetta sumarið. Barnið tekur þátt í sumarlestrinum með því að fara á bókasafnið með bókasafnsskírteinið sitt,* taka bók þar að láni og fá myndskreytt veggspjald afhent, en það er kortið Leitin að ævintýraheimum. Kortið mun leiða það um ólíka heima barnabóka þar sem spenna, grín og skemmtilegar uppgötvanir verða á lestrarvegi þess. Barnið mun vonandi upplifa eitthvað nýtt og spennandi í leiðinni.
Þegar bók er skilað fær barnið límmiða á veggspjaldið/kortið og í leiðinni bætist inn mynd á kortið. Einnig er lukkumiðahappdrætti og gildir einn miði fyrir hverja lesna bók. Yfir sumarið mun verða dregið fjórum sinnum úr lukkupottinum og á uppskeruhátíð fá öll börn sem tekið hafa þátt, glaðning og dregið verður í happdrætti.
Við hvetjum foreldra til að koma með börnunum á safnið og veita þeim stuðning ef á þarf að halda.

*Ef börn eiga ekki skírteini hjá Bókasafninu eru foreldrar beðnir um að koma með börnunum í bókasafnið til að fá skírteini. Fyrsta skírteini er ókeypis.
Sumarkveðja,
starfsfólk Bókasafnsins

Deila