VALMYND ×

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Grunnskólinn á Ísafirði hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í skólum landsins. Í ár styrkir sjóðurinn 18 skóla víðs vegar um landið annars vegar til námskeiða fyrir kennara og hins vegar til kaupa á smátækjum. Velja þurfti úr umsóknum og fengu færri en vildu.

G.Í. hlaut styrk úr báðum flokkum, sem mun nýtast vel við forritunarkennslu á mið- og unglingastigi. Við erum afar þakklát og munum nýta styrkinn vel.

 

 

Deila