VALMYND ×

Strætóferðir felldar niður

Vegna veðurs er skólaferðum Strætisvagna Ísafjarðar úr Holtahverfi og Hnífsdal kl. 07:40 aflýst. Aðstæður verða skoðaðar á hálftíma fresti og farnar um leið og færi gefst. Ferð frá Holtahverfi 07:20 og frá Pollgötu 07:30 út í Hnífsdal er einnig aflýst. Þá er Pollgatan lokuð og vegfarendur beðnir að fara aðrar leiðir innanbæjar.

Við hvetjum foreldra til að meta aðstæður vel og fara að öllu með gát. Hægt er að fylgjast með ferðum strætisvagna á www.svi.is

Deila