VALMYND ×

Stelpurnar okkar

Nemendur G.Í. eru heldur betur að gera það gott í íþróttunum þessa dagana. Elena Dís Víðisdóttir, nemandi í 10. bekk og sundkona úr Sundfélaginu Vestra, hefur verið valin til þátttöku á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi sem fram fer í Laugardalnum um helgina. Hún náði lágmarki Sundsambands Íslands á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í 50 metra skriðsundi er hún synti vegalengdina á tímanum 27.76 sek. 
Sigrún Gunndís Harðardóttir, einnig nemandi í 10. bekk og knattspyrnukona úr BÍ hefur verið valin í úrtakshóp U-17 ára landsliðs Íslands og hefur verið á úrtaksæfingum í Kórnum og Egilshöll í Reykjavík.
Þá hefur Eva Margrét Kristjánsdóttir, nemandi í 9. bekk og leikkona KFÍ, verið að leika með U-15 ára landsliði Íslands undanfarið og vakið verðskuldaða athygli.

Deila