Starfsdagur
Samkvæmt skóladagatali eru 5 starfsdagar kennara á starfstíma nemenda, með hliðsjón af kjarasamningum. Sá fyrsti er nú á föstudaginn, þegar kennarar í Kennarasambandi Vestfjarða hittast á Birkimel á Barðaströnd og halda sinn aðalfund og hlýða á faglega fyrirlestra. Þetta er því sameiginlegur starfsdagur allra skóla á Vestfjörðum.
Það er því engin kennsla föstudaginn 6. september, en Dægradvöl er opin frá kl. 13:20 - 16:00.
Deila