Staðan í dag
Í ljósi aukningar á Covid smitum síðastliðna helgi þá verðum við að vera enn varkárari og enn meðvitaðri um okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir og passa sérstaklega upp á nálægðartakmörkin sem er einn metri og ef við getum komið tveggja metra nálægðartakmörkum við þá er það enn betra. Við viljum hafa aðgengi utanaðkomandi aðila sem ekki tengjast skólastarfinu sem minnst og þeir aðilar sem þó verða að koma inn í skólann virði tveggja metra regluna auk persónubundnu sóttvarnanna. Starfsemi sem ekki tengist skólanum er ekki leyfð til og með 5. október t.d. óformlegt íþróttastarf fullorðinna sem ekki tilheyrir ÍSÍ og hópfundir með foreldrum.
Þetta þýðir að við verðum að fresta öllum foreldrafundum þar til eftir 5. október en hvetjum foreldra til að vera í góðu sambandi við okkur í skólanum. Foreldrar sem eiga erindi í skólann eiga að spritta hendur við inngang og hafa samband við ritara.
Við höfum fullan skilning á því að fólk sé orðið langþreytt á þessu ástandi en við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að starfsemi skólans haldist órofin.