Spurningakeppni grunnskólanna
Lið Grunnskólans á Ísafirði sigraði lið Grunnskólans á Hólmavík í Spurningakeppni grunnskólanna í gær, sem fór fram í gegnum Skype. Keppnin var æsispennandi og endaði í bráðabana. Aðeins tvö lið skráðu sig til keppni frá Vestfjörðum svo að okkar menn fara næst í úrslitakeppnina sjálfa. Lið G.Í. skipuðu þeir Baldur Björnsson, Vilmar Ben Hallgrímsson og Dagur Benediktsson. Við óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis í úrslitunum.
Deila