VALMYND ×

Spurningakeppni á miðstigi

1 af 3

Undanfarna mánuði hafa krakkarnir á miðstigi verið undirbúa sig fyrir spurningakeppnina ÉG VEIT með því að lesa 12 valdar skáldsögur. Valdir voru þrír fulltrúar úr hverjum bekk í keppnislið en samt sem áður þurftu allir að undirbúa sig vel því keppnisliðið þarf hjálp frá bekknum sínum til að svara spurningunum. Síðastliðinn föstudag hófst svo keppnin með því að hvert lið keppti tvisvar sinnum. Stigin úr þessum tveimur keppnum voru lögð saman og þau tvö lið sem voru með hæstu samanlögðu stigin kepptu svo til úrslita í dag en það voru 5. JÁ og 7. AY.  Úrslit urðu þau að 7. AY bar sigur úr býtum og hreppti farandbikarinn Vitann sem mun tilheyra bekknum fram að næstu keppni sem áætlað er að halda næsta vetur. Einnig fékk keppnisliðið sjálft verðlaun en það var Penninn Eymundsson sem gaf hverjum liðsmanni bókina Lending eftir Hjalta Halldórsson að gjöf. Axel Sveinsson, umsjónarkennari í 6.bekk stýrði keppninni af röggsemi og dómari var Rannveig Halldórsdóttir, bókasafnsfræðingur.

Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og um leið óskum við öllum nemendum miðstigs ásamt starfsmönnum til hamingju með vel heppnaðan undirbúning og skemmtun. Að lokum hvetjum alla nemendur til að halda áfram góðum dampi í lestrinum í sumar.

Deila