VALMYND ×

Spjaldtölvur afhentar tveimur árgöngum

Ísafjarðarbær og Skema hafa skrifað undir 14 mánaða samstarfssamning sem miðar að því að byggja upp og tryggja árangursríka innleiðingu á upplýsingatækni í skólastarf Ísafjarðarbæjar og nágrennis. Einnig er ætlunin að skipa sveitarfélaginu í forystu á landsvísu í beitingu tækni í skólastarfi. 

Þessa dagana afhendir Grunnskólinn á Ísafirði nemendum í 5. og 9. bekk iPad spjaldtölvur til notkunar í námi og er það einn þáttur í því ferli sem nú er farið af stað. iPad spjaldtölvur búa yfir miklum möguleikum í námi með nýjum nálgunum, niðurhali á rafrænu námsefni o.fl. Markmiðið með notkun þeirra er ekki síst að efla læsi, sköpun og ábyrgð nemenda á eigin námi.

 

Deila