VALMYND ×

Söngstund í 1. og 2. bekk

Í vetur býður Tónlistarskóli Ísafjarðar nemendum í 1. og 2. bekk í söngstund einu sinni í viku í Hömrum. Rúna Esradóttir, tónlistarkennari, stýrir söngstundinni af alúð og leikur undir á píanó. Nemendur og starfsfólk G.Í. kunna vel að meta þetta skemmtilega boð TÍ og krakkarnir syngja af innlifun.

Tónlistariðkun sem þessi reynir á hlustun, sköpun, tjáskipti og flutning, auk þess sem hún eflir næmi nemenda fyrir menningu. Söngstundir sem þessar ríma því vel við aðalnámskrána þar sem mikilvægi tónlistar er tengd öllu skólastarfi.

Við þökkum TÍ kærlega fyrir þetta einstaka framlag til eflingar tónlistar í skólanum.

Deila