Sólarpönnukökur
Í dag er sólardagur okkar Ísfirðinga og því við hæfi að bjóða upp á pönnukökur. Unglingar í heimilisfræði hjá Salome Elínu Ingólfsdóttur áttu ekki í vandræðum með að henda í nokkrar pönnsur og mátti finna ilminn í loftinu á göngum skólans.
Deila