Snjóskúlptúr á Austurvelli
Í gær viðraði vel til útivistar og nægur snjór. Myndmenntahópur 5. bekkjar dreif sig því út í góða veðrið og nýtti snjóinn sem efnivið til listsköpunar. Hópurinn gerði stóran snjóskúlptúr af frjósemisgyðjunni Venus frá Willendorf og litaði með vatnslitum, undir leiðsögn Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, myndmenntakennara. Allir voru þreyttir, blautir og ánægðir þegar að verkinu var lokið og hvílir Venus sig í blómagarðinum við Austurveg.
Deila