VALMYND ×

Snjókarlagerð hjá 10.bekk

Í gær var stærðfræðitíminn í 10.bekk utandyra, þar sem nemendur kepptust við að gera snjókarla. Karlarnir voru af ýmsum stærðum og gerðum, en allir glæsilegir á velli. Form, hlutföll og stærðir skipta miklu máli í snjókarlagerð og gaman að sjá fjölbreytnina þegar sköpun og listfengi nemenda bætist við.

Deila