Smit í nemendahópnum
Upp eru komin 2 kórónuveirusmit í 1.bekk. Það hefur þau áhrif hjá okkur að allur 1. bekkur og stór hluti 2. bekkjar eru komnir í sóttkví út næstu viku, þar sem þeir hópar eru saman í frístund og dægradvöl. Auk þeirra eru 5 starfsmenn skólans einnig komnir í sóttkví, eða alls um 80 manns. Nokkrir nemendur í 2.bekk sem ekki voru með þeim smituðu í hópum sleppa við sóttkví.
Sóttkvíin nær aðeins til nemendanna sjálfra en ekki fjölskyldna þeirra. Foreldrar og systkini þurfa samt sem áður að viðhafa svokallaða smitgát, sem felst í því að sýna sérstaka gát, gæta vel að smitvörnum og takmarka samneyti við viðkvæma einstaklinga og aðra eins og hægt er. Ef minnstu einkenna verður vart, á að fara í sýnatöku.
Smitið er væntanlega útbreiddara en haldið var í fyrstu og því fara allir þeir nemendur sem komnir eru í sóttkví, í hraðpróf á morgun, sunnudag. Nánara skipulag hefur verið sent í tölvupósti til viðkomandi foreldra og inn á síðu Foreldrafélags GÍ.
Vonandi næst utan um þetta fljótt og vel með sameinuðu átaki okkar allra.
Deila