VALMYND ×

Slakað á reglum um sóttkví

Breytingar á reglum um sóttkví tóku gildi á miðnætti. Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Við hvetjum foreldra til að vera vel vakandi fyrir einkennum og fara með börnin í skimun ef einkenni gera vart við sig.

Deila