Skreytingadagur og litlu jól
Mánudaginn 19. desember er skreytingadagur hér í skólanum. Stundaskrá helst óbreytt hjá 1. - 7. bekk, en sérgreinar falla niður hjá unglingastigi og lýkur skóla hjá þeim um hádegið. Allir eru hvattir til að mæta í rauðri flík og/eða jólapeysu.
Á þriðjudaginn eru svo litlu jólin hjá okkur. Þá mæta allir prúðbúnir kl. 9:00 í sínar bekkjarstofur og eiga notalega stund til kl.12:00, skiptast á jólapökkum og dansa í kringum jólatréð. Heimilt er að taka með sér gosdrykki/fernudrykki og smákökur í nesti.
Strætó fer kl.8:40 úr Holtahverfi og Hnífsdal og til baka aftur kl.12:05. Dægradvöl opnar kl.12:00.
Að litlu jólunum loknum hefst jólafrí sem stendur til starfsdagsins 4. janúar, en kennsla hefst aftur fimmtudaginn 5. janúar 2017.
Deila