VALMYND ×

Skólum lokað fram að páskum

Tíðindi dagsins eru heldur betur sláandi. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag kom fram að stjórnvöld vilji leggja ofurkapp á að reyna að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem nú virðist breiðast hratt um landið okkar. Það ætla þau að gera meðal annars með því að loka grunnskólum, framhalds- og háskólum. Þessar ráðstafanir eiga að taka gildi á miðnætti og því er ljóst að það verður ekki skóli á morgun og föstudaginn.
Skólahúsnæðið verður opið á morgun, fimmtudag, milli 10 og 14 ef foreldrar þurfa að nálgast muni barna sinna, t.d. fatnað og þess háttar. Þá gildir að ekki mega vera fleiri en 10 á svæði í einu og allir með grímur og spritta hendur við komu.
Við gerum ráð fyrir að skólinn geti samt hafist samkvæmt stundaskrá strax eftir páskafrí þar sem skilja má fréttirnar sem svo að skólunum sé lokað þar til páskafríið hefst.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir daginn í dag. Það náðist að taka upp öll árshátíðaratriðin og allir árgangar (nema 8.bekkur sem er að mestum hluta í Vatnaskógi) sýndu atriðin sín. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og sú mikla vinna sem starfsfólkið lagði í atriðin skilaði sér vel. Við stefnum á að senda foreldrum hlekk á atriði sinna barna þegar búið verður að ganga frá upptökunum. 
Að þessu sögðu óskum við ykkur gleðilegra páska og vonandi eigum við öll gott frí framundan þrátt fyrir aðstæðurnar.
Deila