Skólatónleikar
Í morgun buðu tónlistarnemendur í 4., 5. og 8. bekk samnemendum sínum á tónleika í Hömrum. Fram komu nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og léku á píanó, gítar, trompet, saxófón og fiðlu. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og greinilegt að skólinn býr yfir mörgum hæfileikaríkum tónlistarnemendum. Myndir frá 5. og 8. bekk eru nú komnar hér inn á síðuna.
Deila