VALMYND ×

Skólastarf hafið

Nú er skólastarf hafið eftir langt og gott jólaleyfi. Við vonum að allir séu endurnærðir og tilbúnir að takast á við sín störf. Ekki skemmir fyrir að daginn er farið að lengja og styttist í að sólin láti sjá sig.

Það er alltaf eitthvað spennandi framundan í skólanum og nú eru krakkarnir í 10. bekk t.d. farnir að æfa gömlu dansana fyrir þorrablótið, sem haldið verður á bóndadaginn, 23. janúar n.k.

Þá fer einnig að líða að annaskilum með tilheyrandi námsmati, en vorönn hefst 26. janúar.

 

Deila