VALMYND ×

Skólastarf að færast í eðlilegt horf

Það voru glaðir nemendur og starfsmenn sem mættu í skólann í morgun. Skipulagið frá því fyrir páska var engum gleymt og stóðu allir sig með mikilli prýði. Unglingarnir okkar voru líka langflestir ánægðir og kvörtuðu lítið yfir því að þurfa að vakna snemma. Við höldum áfram með bjartsýnina að leiðarljósi og vonum svo sannarlega að skólahaldið verði komið í eins eðlilegt horf og hægt er þann 11. maí.

Í vetur höfum við verið að vinna að samræmdum leiðum í upplýsingagjöf og sendum foreldrum því upplýsingavísi skólans (foreldrahluta) í tölvupósti. 

Deila