VALMYND ×

Skólaslit Grunnskólans á Ísafirði

Skólaslit G.Í. verða á morgun, þriðjudaginn 8. júní.

Nemendur 1. bekkjar eru boðaðir sérstaklega til fundar við umsjónarkennara, en nemendur 2. - 7. bekkjar mæta í sínar umsjónarstofur kl. 10:00 og hitta sína kennara.

Fyrir nemendur 8. - 10. bekkjar verður formleg athöfn í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00 sama dag. Því miður getum við einungis boðið aðstandendum 10.bekkjar, vegna upplýsinga sem við fengum frá Heilbrigðisráðuneytinu varðandi hámarksfjölda. Vonandi verður þetta í síðasta skipti sem við þurfum að vera með einhverjar takmarkanir vegna Covid og við stefnum ótrauð og bjartsýn á næsta skólaár.

Deila