VALMYND ×

Skólaslit Grunnskólans á Ísafirði

Í gærkvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 145. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Anna Marý Jónasdóttir og Daði Hrafn Þorvarðarson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og þau Gautur Óli Gíslason og Snæfríður Lillý Árnadóttir fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 

Að þessu sinni voru nemendur 8. og 9. bekkja kvaddir í sínum kennslustofum að morgni dags og voru eftirtaldar viðurkenningar veittar: 

8. bekkur - Tómas Elí Vilhelmsson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

9. bekkur - Lilja Jóna Júlíusdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Í vetur luku 6 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar. Þetta er 7. árið sem skólinn er í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein og var kennslan í höndum Axels Rodriguez Överby þetta árið.  Nemendur sem luku prófi eru þau Arnar Ebenezer Agnarsson, Baldur Freyr Gylfason, Hrefna Dís Pálsdóttir, Jóhanna Ýr Barðadóttir, Sigrún Aðalheiður Aradóttir og Viktoría Rós Þórðardóttir.

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt hlaut Sigrún Aðalheiður Aradóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Oliwia Godlewska.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í heimilisfræði hlaut Gautur Óli Gíslason.

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í smíði og hönnun hlaut Adrian Nieduzak.

 

Crossfit Ísafjörður gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þær viðurkenningar hlutu Kári Eydal og Viktoría Rós Þórðardóttir.

Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og hlaut Arndís Magnúsdóttir hana.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Viktoría Rós Þórðardóttir þau verðlaun.

 

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir frumkvæði, ábyrgð og áreiðanleika í tækniráði hlaut Arnar Rafnsson.

Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í íslensku hlaut Viktoría Rós Þórðardóttir.

Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Lilja Borg Jóhannsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði og náttúrufræði hlaut Gautur Óli Gíslason.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlutu þær Sigrún Brynja Gunnarsdóttir og Snæfríður Lillý Árnadóttir.

 

Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gaf gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning er veitt nemanda í 10. bekk  fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.  Þá viðurkenningu hlaut Lilja Borg Jóhannsdóttir.

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2004 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Deila