VALMYND ×

Skólaslit

Í dag er síðasti kennsludagur þessa skólaárs og alltaf jafn ótrúlegt hvað tíminn æðir áfram.

Á morgun, miðvikudag, er starfsdagur án nemenda.

Á fimmtudaginn, skólaslitadag, er dagskráin eftirfarandi:

kl. 10:00 skólaslit hjá 2. -7. bekk í sínum bekkjarstofum

kl. 20:00 skólaslit hjá 8. - 10. bekk í Ísafjarðarkirkju

Nemendur 1.bekkjar eru boðaðir í viðtöl ásamt forráðamönnum umsjónarkennara.

Vorskóli verðandi 1. bekkjar er þennan sama dag, 8.júní kl. 13:00. Þá mæta börn sem fædd eru árið 2017, ásamt forráðamönnum, í aðalanddyrið hjá ritara. Þar verða þau kynnt fyrir kennurum og skólastjórnendum og sitja svo eina kennslustund í nýja skólanum sínum. Á meðan fá forráðamenn stutta kynningu á skólanum, frístund, dægradvöl og HSV.  

Deila