VALMYND ×

Skólaslit

Í kvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 141. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Hildur Karen Jónsdóttir og Þórður Gunnar Hafþórsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Anna María Daníelsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 10. bekkur bauð upp á 3 tónlistaratriði, þar sem blásarakvartett lék eitt lag, Ína Guðrún Gísladóttir og Benedikt Hrafn Guðnason léku fjórhent á píanó og Pétur Ernir Svavarsson lék einnig eitt lag á píanó.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. 

8. bekkur:

Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

 

9. bekkur:

Ásthildur Jakobsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Í dag barst sérstök viðurkenning frá Tungumálaveri Laugalækjarskóla fyrir framúrskarandi námsárangur í pólsku.  Þá viðurkenningu hlaut Michał Głodkowski, nemandi í 9. bekk.

Í vetur luku 12 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar. Þetta er þriðja árið sem skólinn er í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein, undir stjórn Guðbjörns Páls Sölvasonar, en margra ára hefð er fyrir henni við Grunnskólann á Ísafirði.  Nemendur sem luku prófi eru: 
Axel Thorarensen, Birgitta Brá Jónsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Bjarni Pétur Marel Jónasson, Einar Torfi Torfason, Flosi Kristinn Sigurbjörnsson, Ína Guðrún Gísladóttir, Ívar Tumi Tumason, Jón Ómar Gíslason, Lára Sigrún Steinþórsdóttir, Óliver Eyþór Þórðarson og Tinna Dögg Þorbergsdóttir.

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir ástundun, framfarir, áræðni og jákvæðni í leiklist hlaut Ína Guðrún Gísladóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt hlaut Tatjana Snót Brynjólfsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Pétur Ernir Svavarsson.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur, dugnað, samviskusemi og metnað í heimilisfræði hlaut Bjarni Pétur Marel Jónasson.

 

Snjólaug Ásta Björnsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Stúdíó Dan gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þau verðlaun hlutu Birna Sigurðardóttir og Birkir Eydal.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Pétur Ernir Svavarsson þau verðlaun.

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku hlaut Ína Guðrún Gísladóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Pétur Ernir Svavarsson.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Mikolaj Ólafur Frach.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlaut Pétur Ernir Svavarsson.

Viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í náttúrufræði hlutu þau Pétur Ernir Svavarsson og Anna María Daníelsdóttir.

Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gaf gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning er veitt nemanda í 10. bekk  fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.   Í ár skiptu tveir nemendur með sér verðlaununum þau Bjarni Pétur Marel Jónasson og Guðrún Ósk Ólafsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur vorið 2016 hlaut Pétur Ernir Svavarsson.

 

Hér má sjá myndasafn frá athöfninni.

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2000 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Deila