VALMYND ×

Skólasetning

Mánudaginn 23. ágúst verður skólinn settur. Skólastarf verður með hefðbundnum hætti þar sem grunnskólabörn eru undanþegin fjöldatakmörkunum og nándarreglum og blöndun hópa heimil. Nemendur eru þó hvattir til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 metra) sín á milli ber að nota andlitsgrímu og munum við gera allt það sem við getum til að halda sóttvörnum eins og lög gera ráð fyrir.

Að því sögðu er skólasetning með öðrum hætti en við höfðum hugsað okkur og boðum við einn árgang í einu, líkt og síðasta haust.  Hver árgangur mætir í matsal og fer síðan með umsjónarkennara í heimastofur. Þeir foreldrar sem velja það að fylgja börnum sínum eru beðnir að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabygginguna og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta en við vonum að ekki þurfi að grípa til þess ráðs.

Tímasetningar fyrir skólasetningar 23. ágúst eru eftirfarandi:

Nemendur 1.bekkjar eru boðaðir sérstaklega með bréfpósti.
7.bekkur fer í Skólabúðir að Reykjum þennan dag og er mæting við skólann/Ísafjarðarbíó kl.7:15 og áætluð brottför kl.7:30. 

 
kl. 09:00 Skólasetning 2. bekkur
kl. 09:30 Skólasetning 3. bekkur
kl. 10:00 Skólasetning 4. bekkur
kl. 10:30 Skólasetning 5. bekkur
kl. 11:00 Skólasetning 6. bekkur
kl. 11:30 Skólasetning 8. bekkur
kl. 12:00 Skólasetning 9. bekkur
kl. 12.30 Skólasetning 10. bekkur

Deila