VALMYND ×

Skólanum slitið í 149. skiptið

Í gærkvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 149. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Guðbjörg Halla Magnadóttir, deildarstjóri unglingastigs setti athöfnina, en að því loknu tóku kynnar við, þau Helena Stefánsdóttir og Páll Helgi Ingvarsson, nemendur í 9.bekk.

Kristján Arnar Ingason, skólastjóri, flutti sitt fyrsta ávarp sem skólastjóri og að því loknu fluttu Hjálmar Helgi Jakobsson og Saga Eyþórsdóttir ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 

Útskriftarnemendurnir Guðríður Vala Atladóttir og Unnur Hafdís Arnþórsdóttir, léku saman fjórhent á píanó lagið Slipping through my fingers eftir þá félaga Björn Ulvaeus og Benny Anderson, í útsetningu Vilbergs Viggóssonar.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 8. og 9. bekk: 

8. bekkur - Einar Orri Einarsson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

9. bekkur - Natalia Maria Nieduzak hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt og  framúrskarandi árangur í heimilisfræði hlaut Rósa María Magnúsdóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Emma Katrín Tumadóttir.

Stöðin Heilsurækt gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þær viðurkenningar hlutu Guðjón Ólafur Stefánsson og Svala Katrín Birkisdóttir.

Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og hlaut Unnur Hafdís Arnþórsdóttir hana.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf tvær viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku. Þau verðlaun hlutu þær Anna María Ragnarsdóttir og María Sigurðardóttir.

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir frumkvæði, ábyrgð og áreiðanleika í tækniráð hlutu Bóas Emil Þórðarson og Hjálmar Helgi Jakobsson.

Viðurkenningar fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í stærðfræði og náttúrufræði hlaut Rósa María Magnúsdóttir.

Viðurkenningur fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í íslensku hlaut Agla Vigdís Atladóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Unnur Hafdís Arnþórsdóttir .

Viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlutu Anna María Ragnarsdóttir og Brynhildur Laila Súnadóttir.

Auk framangreindra viðurkenninga gaf skólinn öllum nemendum smá glaðning í formi gjafabréfs fyrir félagsstörf í vetur.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2007 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Deila