VALMYND ×

Skólanum færð vegleg gjöf

f.v. Árný Halldórsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.
f.v. Árný Halldórsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.

Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum færði Grunnskólanum á Ísafirði gjafabréf að fjárhæð kr. 200.000 í morgun. Gjöfinni er ætlað að nýtast nemendum með sérþarfir og kemur svo sannarlega að góðum notum.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, veitti gjafabréfinu móttöku úr höndum Þuríðar Sigurðardóttur formanns styrktarfélagsins og Árnýjar Halldórsdóttur gjaldkera. Skólinn færir styrktarfélaginu hugheilar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Deila