VALMYND ×

Skólanum færð gjöf

Frá vinstri: Önundur Jónsson, Hermann Hákonarson húsvörður, Edda Katrín Einarsdóttir stuðningsfulltrúi og Bjarnveig S. Jakobsdóttir tæknimenntarkennari.
Frá vinstri: Önundur Jónsson, Hermann Hákonarson húsvörður, Edda Katrín Einarsdóttir stuðningsfulltrúi og Bjarnveig S. Jakobsdóttir tæknimenntarkennari.

Önundur Jónsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn og hagleikssmiður kom færandi hendi í skólann í gær og færði skólanum tifsög og forláta saumavél.  Einnig færði hann skólanum ýmsa smíðamuni sem faðir hans var byrjaður á áður en hann lést og nemendur skólans geta nýtt sér við ýmsa vinnu og muni í framtíðinni.  Við færum Önundi kærar þakkir fyrir höfðinglegar gjafir og hlýhug.  Það má til gamans geta þess að faðir Önundar var Jón H. Guðmundsson sem var skólastjóri Barnaskólans á Ísafirði hér áður fyrr.