VALMYND ×

Skólanum færð gjöf

Þórdís Jensdóttir og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir (mynd: www.bb.is)
Þórdís Jensdóttir og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir (mynd: www.bb.is)

Síðastliðinn mánudag færði Þórdís Jensdóttir, fyrir hönd Foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði skólanum 100.000 krónur að gjöf. Ákvörðun um gjöfina var tekin s.l. vor af fráfarandi stjórn félagsins, þar sem innheimta félagsgjalda hafði gengið vel undanfarin ár og var ákveðið að láta skólann njóta góðs af því. „Skólann vantar ýmis tæki og okkur þykir peningunum vel varið á þennan hátt,“ segir Þórdís Lilja Jensdóttir gjaldkeri félagsins sem afhenti Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur skólastjóra GÍ gjöfina fyrir hönd Foreldrafélagsins.
Ekki hefur verið ákveðið í hvað peningarnir verða nýttir, en þeim verður örugglega vel varið.

Deila