Skólalóðin hreinsuð
Í hverri viku fer ein bekkjardeild út og fegrar sitt nánasta umhverfi. Í morgun var röðin komin að 6. HS og fóru krakkarnir út í góða veðrið og tíndu rusl á skólalóðinni og fylltu nokkra poka. Þeim fannst ótrúlega mikið af alls kyns plastrusli sem náttúran á erfitt með að melta og hirtu þau það til förgunar.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru krakkarnir mjög duglegir, enda lítur skólalóðin mun betur út eftir tiltektina hjá þeim.
Deila