VALMYND ×

Skólakeppni upplestrarkeppninnar

Í morgun fór fram skólakeppni upplestrarkeppninnar þar sem sextán nemendur úr 7. bekk kepptu um sæti á Lokahátíð upplestrarkeppninnar sem fram fer á Þingeyri eftir viku. Dómarar að þessu sinni voru Fjölnir Ásbjörnsson, Helga S. Snorradóttir og Rannveig Halldórsdóttir. Þeir nemendur sem munu keppa fyrir hönd skólans verða þau Aðalheiður Orradóttir, Elínborg Birna Vignisdóttir, Emelía Rós Stígsdóttir, Emilía Rós Sindradóttir, Matthías Kristján Magnason, Pétur Arnar Kristjánsson, Salka Rosina Gallo, Símon Richard Eraclides og Vanda Rós Stefánsdóttir. Til vara verður Freyja Rún Atladóttir.

Við óskum öllum lesurum í 7.bekk innilega til hamingju með góðan árangur í keppninni og hlökkum til að fylgjast með keppendum á lokahátíðinni.

Deila