VALMYND ×

Skólakeppni upplestrarkeppninnar

1 af 2

Í morgun fór skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í sal skólans. Þar lásu 13 nemendur úr 7.bekk, sem valdir höfðu verið úr fyrri undankeppni, sögubrot og ljóð að eigin vali. Hafdís Gunnarsdóttir stýrði keppninni og voru dómarar þau Eiríkur Örn Norðdahl, Kristján Arnar Ingason og Bergljót Halldórsdóttir. Þeirra hlutverk var ekki auðvelt, en þau þurftu að velja 7 nemendur sem keppa munu fyrir hönd skólans á lokahátíð keppninnar, sem haldin verður í Félagsheimilinu í Bolungarvík þann 16.mars n.k. Þeir nemendur sem valdir voru eru Álfheiður Björg Atladóttir, Birnir Snær Heiðarsson, Camilla Rán Friðbjörnsdóttir, Clara Charlotte Árnadóttir Kraus, Garðar Smári Jareksson, Hilmir Freyr Norðfjörð og Jökull Örn Þorvarðarson.

Við óskum þátttakendum öllum til hamingju með góðan árangur og óskum framangreindum nemendum góðs gengis á lokahátíðinni.

 

Deila