VALMYND ×

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í morgun fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í sal skólans. Tólf nemendur úr 7.bekk lásu sögubrot og ljóð að eigin vali og stóðu sig allir með sóma. Í hléi sýndu nemendur myndir frá ferð sinni í Skólabúðirnar að Reykjum, sem farin var í ágúst s.l., auk þess sem lagið var tekið við undirleik nokkurra nemenda og starfsmanna.

Í dómnefnd að þessu sinni sátu þær Edda Kristmundsdóttir, Rannveig Halldórsdóttir og Helga Björt Möller. Starf þeirra var ekki öfundsvert, en þær komust þó að niðurstöðu að lokum. Þau sem munu keppa fyrir hönd skólans á Lokahátíð upplestrarkeppninnar í Hömrum miðvikudaginn 10.mars eru þau: Árni Tero Neo Árnason, Bríet Emma Freysdóttir, Eyþór Freyr Árnason, Helena Stefánsdóttir, Kristján Hrafn Kristjánsson, Margrét Mjöll Sindradóttir og Orri Norðfjörð. Til vara verður Soffía Rún Pálsdóttir. Við óskum öllum innilega til hamingju með frammistöðuna í dag og fylgjumst spennt með framhaldinu.

Deila