Skólahreysti lokið þetta árið
Lið G.Í. keppti í undanrásum Skólahreysti í Garðabæ í dag. Það var við ofurefli að etja hjá okkar fólki, en liðið hafnaði í 8.sæti riðilsins og komst því ekki áfram upp úr riðlinum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úrslitakeppnina sem haldin verður í næsta mánuði.
Við erum mjög stolt af þessum krökkum okkar sem leggja sig virkilega fram þrátt fyrir bágborna aðstöðu miðað við marga aðra skóla, sem hafa fullkomnar skólahreystibrautir við sína skóla.
Nemendur í útivistarvali gengu upp á varnargarðinn við Seljaland í dag og þaðan upp að Skíðheimum og fylgdust að sjálfsögðu með skólafélögunum keppa í beinni útsendingu á RÚV.
Deila