Skólahreysti
Í kvöld sýnir RÚV frá undankeppninni í Vestfjarðariðli Skólahreysti, sem fram fór í síðasta mánuði. Grunnskólinn á Ísafirði tryggði sér þar sigur í riðlinum og þar með þátttökurétt í úrslitum Skólahreysti MS 2013, sem fram fara í Laugardalshöll 2. maí n.k.
Nú er um að gera að setjast fyrir framan skjáinn kl. 21:10 í kvöld og sjá þessi glæsilegu ungmenni okkar taka á því.
Deila