Skólaferðalag 10.bekkjar
Nemendur 10.bekkjar lögðu af stað í skólaferðalag norður að Bakkaflöt í Skagafirði í morgun. Auk nemenda eru umsjónarkennarar og nokkrir foreldrar með í för og mun hópurinn dvelja á Bakkaflöt fram á mánudag. Dagskráin er þétt og skemmtileg næstu daga hjá þeim og vonum við að allir njóti ferðarinnar sem best.
Deila