VALMYND ×

Skólabúðir

Í morgun hélt 7. bekkur ásamt kennurum norður í Hrútafjörð í skólabúðir að Reykjum og mun dvelja þar fram á föstudag. Starfið í skólabúðunum beinist að sömu markmiðum og starfið í almennum grunnskólum, en lögð er sérstök áhersla á að auka samstöðu, samvinnu, félagslega aðlögun, sjálfstæði og athyglisgáfu. Eitt af markmiðum skólabúðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum, sofa á ókunnum stað og sjá um sig. 

Dagskráin í skólabúðunum er þétt skipuð og lítil hætta á að krökkunum leiðist, enda nóg við að vera utan formlegra kennslustunda og aðstaða öll hin besta með sundlaug, íþróttahúsi og tómstundasal.

Áætluð heimkoma hópsins er seinni partinn á föstudag og munum við setja inn nánari upplýsingar þegar þar að kemur. Við óskum hópnum góðrar ferðar og vonum að allir njóti dvalarinnar sem best.

Nánari upplýsingar um skólastarfið má finna hér á heimasíðu skólabúðanna.

Deila