Skólablak
Í dag bauð Blaksamband Íslands nemendum í 4. - 6. bekk upp á kynningu á skólablaki í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þetta er hluti af hringferð um landið þar sem öllum skólum boðin þátttaka.
Markmiðið með skólablaki er að kynna blakíþróttina fyrir krökkum og kennurum, einfalda kennsluaðferðir og auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta frábær vettvangur fyrir hópefli fyrir nemendur.
Deila