Skipulag í upphafi árs
Gleðilegt ár kæru foreldrar. Eins og þið hafið heyrt og séð í fréttum eru nýjar sóttvarnarreglur í gildi til 12. janúar nk. Við teljum okkur geta haldið úti eðlilegri kennslu sóttvarnarlega séð, með því plani sem við setjum hér fram (sjá meðfylgjandi mynd). Við verðum svo að taka stöðuna frá degi til dags. Hver og einn dagur sem við náum að kenna er dýrmætur og við reynum því að nýta tímann vel. Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið getur breyst mjög skyndilega og munum við bregðast við þeim aðstæðum sem upp kunna að koma hverju sinni.
Á morgun, mánudaginn 3.janúar er starfsdagur án nemenda, en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á þriðjudaginn.
Deila