VALMYND ×

Skíða- og útivistardagur

Frá skíðadegi 2018
Frá skíðadegi 2018

Miðvikudaginn 6.mars ætlum við að hafa skíða- og útivistardag í Tungudal hjá 5. - 10. bekk. Við biðjum þá sem geta að sameinast í einkabíla, en ein rúta fer frá skólanum kl. 10:00 og til baka úr Tungudal kl. 13:00. Engin kennsla er frá kl. 8:00 - 10:00 hjá þessum árgöngum. Þeir sem ekki eiga skíðabúnað geta komið með sleða, þotur eða annað til að renna sér á, en einnig er hægt að fá skíði lánuð endurgjaldslaust í skíðaskálanum, á meðan birgðir endast. Mötuneytið sendir samlokur og fernur á svæðið fyrir áskrifendur og verður hægt að grilla þær í skálanum.

Það stefnir í að veðrið leiki við okkur og vonum við svo sannarlega að allir njóti dagsins sem best.

Deila