Skelfilegi bókaklúbburinn
Í október var lestrarleikur á bókasafninu sem kallaðist Skelfilegi bókaklúbburinn. Hann snérist um að lesa 10 bækur um Skúla skelfi, skrá þær niður og fá miða fyrir hverja lesna bók. 4. bekkingar tóku þátt af fullum krafti og lásu samtals yfir 200 bækur.
Á hrekkjavöku fengu þau sem tóku þátt viðurkenningu og við erum virkilega stolt af þessum krökkum
Deila