Síðustu dagarnir fyrir jólaleyfi
Nú fara í hönd síðustu dagar fyrir jólaleyfi og verður kennt samkvæmt stundaskrá þessa viku.
Mánudaginn 19. desember er skreytingadagur og er skólatími frá kl. 8:00 til 12:00 þar sem hver bekkur er með sínum umsjónarkennara. Engar sérgreinar eru þann dag og mötuneytið er komið í jólaleyfi. Strætó fer kl. 12:15. Dægradvöl er opin frá kl. 12:00.
Þriðjudaginn 20. desember eru svo litlu jólin og er skólatími frá kl. 9:00 – 12:00. Strætó fer í skóla kl. 8:40 og heim kl. 12:15. Dægradvöl er opin frá kl. 12:00.
Þar með er komið jólaleyfi og hefst kennsla aftur miðvikudaginn 4. janúar 2012 samkvæmt stundaskrá.
Deila