Síðustu dagarnir fyrir jól
Nú fer að líða að jólaleyfi og í mörgu að snúast síðustu dagana fyrir jól. Við reynum þó að halda ró okkar og hafa aðventuna sem notalegasta.
Í dag er skólastarf með hefðbundnum hætti, en þó ætlar barnakór T.Í. að koma og syngja fyrir okkur kl. 11:00.
Á morgun er svokallaður skreytingadagur þar sem allir leggja lokahönd á skreytingar í skólastofum og einnig hefur verið mikill metnaður í hurðaskreytingum. Það verður virkilega gaman að sjá þegar allt er orðið full frágengið í þeim efnum.
Á miðvikudaginn eru svo litlu jólin. Þá mæta allir prúðbúnir kl. 9:00 með hátíðarnesti, þar sem smákökur skipa stóran sess. Nemendur mæta í sínar umsjónarstofur og eiga notalega stund þar, fara svo og ganga í kringum jólatréð í nýja anddyri skólans og verða eflaust einhverjir jólasveinar á ferðinni. Skóla lýkur svo um kl. 12:00 og þar með hefst jólaleyfið.
Strætó fer úr firðinum og Hnífsdal kl. 8:40 og til baka kl. 12:10. Dægradvöl verður opin frá kl. 12:00.
Deila