VALMYND ×

Síðasti kennsludagur skólaársins

Í dag var síðasti kennsludagur þessa skólaárs. Á mánudaginn er starfsdagur án nemenda og á þriðjudag eru svo skólalit. Þau verða óhefðbundin eins og margt annað á þessu skólaári. 1.bekkur mætir í viðtöl með foreldrum sínum til umsjónarkennara, 2. - 9. bekkur mætir í sínar umsjónarstofur kl. 10:00 og 10.bekkur útskrifast við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00. Þetta er breyting frá fyrri árum þar sem unglingastigið allt hefur setið athöfnina, en til að fólk geti valið sér sæti með tilliti til 2ja metra reglunnar, þá höfum við þetta með þessum hætti þetta árið.

Deila