VALMYND ×

Síðasti kennsludagur skólaársins

Í dag var síðasti kennsludagur þessa skólaárs og voru nemendur glaðir þrátt fyrir rigninguna, ýmist í leikjum, íþróttum eða á starfskynningum. Á morgun er starfsdagur, en á föstudaginn lýkur skólaárinu formlega. Þá mæta foreldrar með 1. bekkjar nemendum í foreldraviðtöl samkvæmt pöntuðum viðtalstímum.

Afhending vitnisburða hjá 2. - 7. bekk verður í þeirra bekkjarstofum kl. 10:00 og skólaslit í Ísafjarðarkirkju kl. 20:00 á föstudagskvöld, þar sem nemendur 8. - 10. bekkjar fá sína vitnisburði.

Deila