VALMYND ×

Síðasta árshátíðarsýningin á fimmtudaginn

Sjötta og síðasta árshátíðarsýningin, sem frestað var fyrir páska, verður fimmtudaginn 4.apríl kl. 20:00 í sal skólans.
Flytjendur eru 7. - 10. bekkur og áhorfendur í sal eru 9. og 10. bekkur ásamt gestum. Aðgangseyrir er kr.1.000 sem rennur í tækjasjóð og er hægt að nota miða sem keyptir voru fyrir páska. Enginn posi er á staðnum. Því miður er ekki pláss fyrir yngri nemendur í salnum og biðjum við foreldra vinsamlegast að virða það. Við höfum hins vegar tekið upp sýningar til að sýna hér í skólanum svo að allir nemendur geti fengið að horfa á alla.

Deila