Samvera hjá 2. og 3. bekk
Í mörg ár hefur tíðkast sá skemmtilegi siður hér í skólanum að hafa svokallaða samveru hjá yngri bekkjum. Í síðustu viku hittust 2. og 3. bekkur og höfðu þannig samverustund. Margir nemendur stigu á stokk og sýndu hæfileika sína á ýmsum sviðum og má þar nefna söng, fiðludúett, brandara, töfrabrögð, grínatriði, pýramída og fleira. Það getur reynst erfitt fyrir krakka að standa fyrir framan stóran hóp og leika listir sínar, en þessir krakkar eru orðnir vanir að koma fram og stóðu sig eins og hetjur. Í lokin sungu krakkarnir svo árshátíðarlögin sín og hafa engu gleymt.
Deila